Stefna Reykjanesbæjar að fjölga réttindakennurum
Í nýrri stefnu og verkefnaskrá Reykjanesbæjar fyrir kjörtímabilið 2002 til 2006 er á dagskrá að fjölga réttindakennurum innan grunnskólanna og að ráðnir verði námsráðgjafar. Markmiðið er að hlutfall réttindakennara verði komið úr 70% í 85% árið 2006. Í fréttum í gær kom fram að hlutfall leiðbeinenda við kennslu í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum skólaárið 2002-2003 er hæst í Reykjanesbæ, þar sem það er 33%.Þetta sést á yfirliti sem Sveinbjörn Markús Njálsson, skólastjóri Álftanesskóla vann að beiðni skólanefndar Bessastaðahrepps. Í yfirlitinu er miðað við alla kennara og leiðbeinendur sem eru í minnst 30% starfi.
Í verkáætlun Reykjanesbæjar um að fjölga réttindakennurum segir að eflt verði fjarnám, að stefnt sé að því að ráða menntaða námsráðgjafa, að öflug kynning á grunnskólum og almennri aðstöðu í Reykjanesbæ fari fram í Kennaraháskóla Íslands og í Háskólanum á Akureyri og að tryggð verði aðstaða kennara til búsetu í Reykjanesbæ, þ.m.t. húsnæði, laun og leikskólar.
Í verkáætlun Reykjanesbæjar um að fjölga réttindakennurum segir að eflt verði fjarnám, að stefnt sé að því að ráða menntaða námsráðgjafa, að öflug kynning á grunnskólum og almennri aðstöðu í Reykjanesbæ fari fram í Kennaraháskóla Íslands og í Háskólanum á Akureyri og að tryggð verði aðstaða kennara til búsetu í Reykjanesbæ, þ.m.t. húsnæði, laun og leikskólar.