Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stefna meirihlutans algerlega óraunhæf
Miðvikudagur 7. september 2022 kl. 14:54

Stefna meirihlutans algerlega óraunhæf

„Vandi Reykjanesbæjar í vistunarúrræðum barna er stór og mikill. Nú í haust er yfir 140 barna aukning í leikskólum bæjarins á milli ára og fyrirsjáanlegt að næsti árgangur er stærri en sá árgangur sem gengur upp í grunnskóla á næsta ári. Stefna meirihlutans í aldursviðmiði upp á 12-18 mánaða börn er algerlega óraunhæf og ekki sjáanlegt að svo verði á þessu kjörtímabili,“ segir í bókun frá Margréti Þórarinsdóttur, bæjarfulltrúa Umbótar, á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.

Þá segir í bókuninni: „Allir leikskólar bæjarins eru komnir að þolmörkum og búið er að hagræða og endurskipuleggja til að koma sem flestum börnum að í vistun. Yfirlýsingar um ungbarnadeildir á leikskólum hafa letjandi áhrif á aðsókn í dagforeldrastarfið. Reykjanesbær þarf að gefa út skýra stefnu í þessum málum þannig að það sé fyrirsjáanlegt atvinnuöryggi dagforeldra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagforeldrar eru nú einn af mikilvægustu hlekkjunum í þeim úrræðum sem í boði gætu verið til að finna lausn á þessu vandamáli. Það er nokkuð ljóst að fara þarf í bráðaaðgerðir og mætti þar huga að frekari stuðning við dagforeldra. Telur Umbót að það væri hraðvirkasta leiðin til lausnar á vistunarvanda ungra barna. Horfa má til þeirra gæsluvalla sem allir eru nú komnir úr notkun og koma þar fyrir bráðabirgðahúsnæði fyrir verðandi dagforeldra sem geta ekki boðið upp á gæslu í heimahúsi. Stækka þarf strax þá leikskóla sem eru með húsnæði í boði. Leita þarf allra lausna sem mögulegar eru til að koma til móts við þessa stóru áskorun.“