Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Stefna að því að loka Grindavíkurvegi í mótmælaskyni
Íbúar eru orðnir langþreyttir á aðgerðaleysi og vilja keyra veginn óhræddir.
Miðvikudagur 22. nóvember 2017 kl. 06:00

Stefna að því að loka Grindavíkurvegi í mótmælaskyni

-„Íbúar á Suðurnesjum lifa við daglegan ótta við að missa ástvini sína,“ segir upphafsmaður „Stopp-hingað og ekki lengra“

„Menn hafa hringt í mig og velt því fyrir sér hvort það þurfi ekki bara að loka Grindavíkurveginum til þess að ráðamenn hlusti,“ segir Guðbergur Reynisson, upphafsmaður „Stopp-hingað og ekki lengra“, baráttuhóps um bætt umferðaröryggi á svæðinu, en þrjár bílveltur áttu sér stað á Grindavíkurvegi í síðustu viku.

„Þetta er ekki hægt lengur, það verður að taka til einhverra ráða strax. Hvetjum fólkið okkar og vegfarendur til þess að keyra eftir aðstæðum og Vegagerðin verður að gera eitthvað strax, t.d. að setja viðvörunarmerkingar, lækka leyfilegan hámarkshraða, aðskilja aksturstefnur á hættulegustu köflunum, laga til vegkantana og bara láta vegfarendur vita af hættunni,“ segir Guðbergur. Með samstöðu hafi Suðurnesjamönnum tekist að flýta framkvæmdum við Reykjanesbrautina og það sama þurfi að gera varðandi Grindavíkurveg. „Þetta er ekki pólitískt mál heldur almannavarnamál. Íbúar á Suðurnesjum lifa við daglegan ótta við að missa ástvini sína og þeim er sama hvort hlutirnir séu flóknir eða kostnaðurinn sé hár. Íbúarnir vilja að hugsað sé um öryggi sitt og sinna sama hvað það kostar. Stopp-hópurinn er tilbúinn að leggja sitt af mörkum en við verðum að hafa hraðar hendur, næsta slys gæti orðið í fyrramálið og hver lendir í því?“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024