Stefàn Bjarkason lætur af störfum
- hjá Íþrótta- og tómustundasviði Reykjanesbæjar.
Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóri Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar, var á dögunum kvaddur af samstarfsfólki, en Stefán lætur af störfum næstkomandi miðvikudag, 30. apríl.
Stefán hóf störf hjá ráðinu àrið 1987 og hefur sannarlega lagt hönd á plóg við uppbyggingu íþrótta-, tómstunda og forvarnarmála í Reykjanesbæ í gegnum tíðina.
Meðfylgjandi mynd var tekin af tilefninu og á henni eru f.v.: Alexander Ragnarsson, Rúnar Arnarson, Lovísa Hafsteinsdóttir, Stefán Bjarkason, Ingigerður Sæmundsdóttir og Jón Haukur Hafsteinsson.