Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefanía stýrir bókasafninu
Svipmyndir frá bókasafninu við Tjarnargötu 12 í Reykjanesbæ.
Laugardagur 25. janúar 2014 kl. 10:12

Stefanía stýrir bókasafninu

- 15% fækkun útlána á síðasta ári

Auk hefðbundinna verkefna sem menningar-, upplýsinga-, þekkingar- og samverusetur verður stærsta verkefni ársins að aðlaga Bókasafn Reykjanesbæjar nýju húsnæði og kynna safnið fyrir bæjarbúum. Nýr forstöðumaður hefur verið ráðinn til safnsins en Stefanía Gunnarsdóttir hefur tekið við safninu af Huldu Þorkelsdóttur.

15 % fækkun varð á útlánum á milli áranna 2012 og  2013 hjá Bókasafni Reykjanesbæjar. Árið 2013 voru útlánin alls 86.598.

Nokkrar ástæður geta legið til þessa s.s. að bókasafnið var lokað allan maí og fram í júní vegna flutnings.

Forstöðumaður benti á það á fundi Menningarráðs Reykjanesbæjar nýverið að sambærileg lækkun virðist vera annars staðar á landinu.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024