Bilakjarninn
Bilakjarninn

Fréttir

Stefanía ráðin deildarstjóri öldrunarþjónustu
Miðvikudagur 9. mars 2011 kl. 09:45

Stefanía ráðin deildarstjóri öldrunarþjónustu

Stefanía S. Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri öldrunarþjónustu hjá Grindavíkurbæ og tekur til starfa 15. mars. Um nýja stöðu er að ræða og mun nýr starfsmaður taka þátt í mótun hennar. Viðkomandi starfsmaður heyrir undir félagsmálastjóra og er með starfsstöð í Víðihlíð. Alls sóttu 22 um stöðuna.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Stefanía er lengst til hægri á myndinni sem var tekin í Saltfisksetrinu á gamlársdag við verðlaunaafhendingu á íþróttamanni- og konu ársins.