Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefanía Katrín Karlsdóttir ráðin til Keilis
Fimmtudagur 3. janúar 2008 kl. 17:13

Stefanía Katrín Karlsdóttir ráðin til Keilis

Stefanía Katrín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasa Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs á Vallarhteiði.

Stefanía var rektor Tækniháskóla Íslands frá 2002-2005 en hefur síðan verið bæjarstjóri í Árborg, starfað við fyrirtækjaráðgjöf hjá sparisjóðnum Byr og verið sjálfstætt starfandi rekstrarráðgjafi. Auk þess hefur hún setið í fjölmörgun nefndum, ráðum og stjórnum bæði í atvinnulífinu og á vegum hins opinbera. Stefanía er með háskólagráðu í raunvísindum, MBA í viðskiptafræði og meistarargráðu í stjórnmálafræði.

Undir íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasa Keilis fellur Íþróttaakademían en auk þess mun Stefanía leiða frekari uppbyggingu og þróun náms og rannsókna innan klasans í samstarfi við háskóla, fyrirtæki og stofnanir á þessu sviði.

Stefanía Katrín er í sambúð með Eiríki S. Svavarssyni lögmanni og á hún tvö börn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024