Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefán Kristjánsson í Einhamar Seafood höfðar mál gegn íslenska ríkinu
Stefán ásamt eiginkonu sinni, Söndru Antonsdóttur.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 5. febrúar 2024 kl. 16:07

Stefán Kristjánsson í Einhamar Seafood höfðar mál gegn íslenska ríkinu

Útgerðarmaðurinn Stefán Kristjánsson í Einhamar Seafood birti rétt í þessu stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem fram kemur að hann hefður höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Það er hæstaréttarlögmaðurinn Jón Steinar Gunnlaugsson sem sækir málið fyrir hönd Stefáns en öll stefnan er alls sex blaðsíður. Búið er að samþykkja flýtimeðferð og á Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra að mæta fyrir dómi á miðvikudaginn, 7. febrúar.

Stefán skrifaði þetta í færslu á Facebook þar sem hann greindi frá stefnunni:

„Ég er með stjórnarskrárvarinn rétt til að gæta eigna minna og reksturs og að fá að vera á heimili mínu í Grindavík ef ég kýs svo. Á þeim rétti hefur verið traðkað endurtekið og því er ég að höfða þetta mál.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í samtali við Víkurfréttir sagði Stefán:
„Ég fór í Grindavík í dag og fékk mér kaffibolla heima hjá mér á Hólavöllunum, fór svo í Staðarsund 2 og leit yfir frystipressur. Lögreglan tók á móti mér þegar ég kom út. Það var sami söngurinn lokað svæði, rautt svæði, sækja um leyfi, láta vita, stórhættulegt og svo framvegis. Fór svo á Verbrautina í Einhamar Seafood og leit yfir, lögreglan tók aftur á móti mér þegar ég kom út en aðhafðist ekkert en dróninn sveimaði svo yfir. Endaði svo ferðina í öðrum kaffibolla heima, fór út á tröppur með bollann og aftur sveimaði dróninn yfir, veðrið var yndislegt. Eftir fyrra gosið hefði verið hægt að hleypa okkur inn nokkrum dögum eftir að því gaus, ætlum við aldrei að læra neitt?  Það eru tvær vikur síðan ég fór að kanna lagalegan rétt minn og tók þessa ákvörðun í framhaldinu,“ segir Stefán.

Í stefnunni er þetta helst:
Staðfest verði með dómi að stefnanda sé og hafi verið óskylt að hlíta ákvörðun ríkislögreglustjóra frá 213. janúar 2024 um bann við för stefnanda til Grindavíkur og dvöl þar í eigin húsakynnum að Hólavöllum 13, sem og húsakynnum fyrirtækisins Einhamar Seafood ehf, Verbraut 3a, sem hann er aðaleigandi að, frá og með kl. 19:00 15. janúar 2024.

Í stefnunni er komið inn á 71. gr. stjórnarskár, um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Með vísun til þessa ákvæðis telur stefnandi að stjórnvöldum hafi verið óheimlt að meina mönnum að fara til heimila sinna og starfsstöðva nema að lágmarki sé sýnt fram á að öðrum mönnum hafi stafað hætta af för þeirra þangað. Líklega halda stjórnvöldin því ekki einu sinni fram að slík hætta stafi af heimförinni. Stefnanda tekur fram að ef svo ólíklega færi að hann lenti í lífsháska, gerir hann ekki kröfu um að opinberar hjálparsveitir komi honum til bjargar.

Hér eru á ferðinni spurningar um þýðingarmikil atriði sem snerta lagalegan grundvöll þjóðfélags okkar. Stefnandi vill hafa nokkur orð um þetta:

Frumeiningar í ríki okkar, sem og annarra þjóða, eru mennirnir sem búa á vettvangi þeirra. Vald ríkisins stafar frá þeim, a.m.k. þar sem lýðræðislegt skipulag ríkir. Það felur í ser að stjórnendur ríkisins sækja vald sitt til fólksins í landinu og bera ábyrgð á meðferð þess gagnvart því. Borgararnir eiga í grunninn að ráða sjálfir eigin málefnum, enda raski þeir ekki hagsmunum annarra við meðferð þeirra. Þrátt fyrir þetta eru dæmi um að ríkið fari með vald í málefnum sem snúa að borgurum í heild og samskiptum þeirra á milli. Rekstur dómstóla, sem byggist á lögum er dæmi um þetta. Jafnframt getur ríkisvaldið ráðist til sameinglegra verka sem snerta hagmuni margra, jafnvel allra borgara. Dæmi um það er vegagerð í landinu og stofnun og rekstur annarra samgöngumannvirkja. Þessi starfsemi ríkisins byggist á settum lögum og raskar ekki stjórnarvörðum réttindum borgarannna. 

Stefnandi hefur lögvarða hagsmuni af kröfum sínum. Þar er annars vegar um að ræða stórfellt fjártón sem hann hefur beðið og mun sýnilega bíða í framtíðinni vegna þessara lokanna og svo hitt að þau bönn sem hafa verið fram að þessu, gefa tilefni til að telja að önnur slík bönn kunni að verða endurtekin í framtíðinni. Þá hefur hann beðið stórfellt fjártón vegna bannsins. Það felist bæði í útgjöldum við að mega ekki nota húsnæði sitt í Grindavík, óhagræðis og annars kostnaðar við að þurfa að hafa búsetu fjarri vinnustað sínum þar, auk verulegs kostnaðar sem fylgi því fyrir hann að geta ekki haft atvinnutekur af framleiðslu fiskafurða í fyrirtæki sínu, Einhamar Seafood ehf. sem staðsett er í Grindavík.