Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stefán Bjarkason skipaður í Æskulýðsráð ríkisins
Föstudagur 11. febrúar 2005 kl. 11:51

Stefán Bjarkason skipaður í Æskulýðsráð ríkisins

Menntamálaráðuneytið hefur skipað Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóra menningar, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar, í Æskulýðsráð ríkisins samkvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skipunartími ráðsins er til tveggja ára en Stefán hefur átt sæti í æskulýðsráði frá árinu 1994.

Formaður ráðsins er Júlíus Aðalsteinsson en aðrir aðalfulltrúar eru:
Eyrún Björk Jóhannsdóttir, Stefán Már Gunnlaugsson og Einar Lee samkvæmt kosningu kjörfundar æskulýðssamtaka.

Á næstu misserum mun starfshópur um endurskoðun laga um æskulýðsmál ljúka störfum en þar er Stefán jafnframt fulltrúi SÍS.
Nefndinni er ætlað að gera tillögur um nýja löggjöf um æskulýðsmál. Í starfi nefndarinnar var hugað að þeim þjóðfélagsbreytingum og lagabreytingum sem hafa haft áhrif á málaflokkinn.

Texti af vef Reykjanesbæjar. VF-mynd/Þorgils: Stefán ásamt Ellerti Schram, forseta ÍSÍ, og Ólafi Rafnssyni, formanni KKÍ. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024