Staurinn klauf vélarhúsið í tvennt - myndir
Aðkoman var nokkuð ljót er þegar lögreglu- og sjúkraflutningalið kom á vettvang umferðarslyss á Reykjanesbraut ofan Njarðvíkur í gærmorgun. Þar hafði BMW skutbíl verið ekið á ljósastaur sem gekk svo langt inn í bílinn að vélarhús hans rifnaði í tvennt. Ökumaðurinn var fluttur á HSS til aðhlynningar. Hann var einn í bílnum en staurinn gekk alla leið inn í farþegarýmið við hlið ökumannsins. Sem betur fer var enginn þar.
Á þessari mynd má glögglega sjá hvernig staurinn hefur rifið vélarhúsið í tvennt.