Startup Tourism er frábært tækifæri fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu
Startup Tourims viðskiptahraðall var kynntur í Reykjanesbæ nýlega en það er eins og tíu vikna súper námskeið og sérhannað fyrir ný fyrirtæki í ferðaþjónustu. „Markmiðið er að hvetja til nýsköpunar á sviði ferðaþjónustu, stuðla að verðmætasköpun og fagmennsku og stuðla að dreifingu ferðamanna víðsvegar um landið, allan ársins hring,“ sagði Sunna Halla Einarsdóttir frá Icelandic Startups á kynningarfundinum.
Startup Tourism er einkarekið félag stutt af nokkrum stórum fyrirtækjum eins og Bláa Lóninu, Vodafone, Isavia og Íslandsbanka.
Á kynningarfundinum kom fram að nærri hundrað fyrirtæki hafi sótt um að komast að í fyrra en á hverju ári eru sérvalin tíu sprotafyrirtæki sem fá tækifæri til að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfestinga og annarra sérfræðinga, þeim að kostnaðarlausu.
Á kynningarfundinum fór Gunnar K. Sigurðsson, markaðsstjóri Isavia yfir markaðssetningu hjá fyrirtækinu, fjölda ferðamanna og fleira tengt ferðaþjónustunni á Íslandi.
Þetta var mikil áskorun fyrir okkur og við erum bjartsýn á framtíðina,“ sagði Halla María Sveinsdóttir, stofnandi veitingastaðarins Hjá Höllu í Grindavík en hún og Sigurpáll Jóhannsson, maður hennar kynntu rekstur sinn á fundi í Reykjanesbæ nýlega þar sem verið var að kynna Startup Tourims, viðskiptahraðal fyrir sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu.
Atvinnuþróunarfélagið Heklan stóð fyrir fundinum í samvinnu við Startup Tourism.