Startari fór í Flugleiðavél
Startari gaf sig í öðrum mótor flugvélarinnar þegar reynt var að ræsa hann á Keflavíkurflugvelli í gær. Töluverður hvellur heyrðist og eldglæringar að sögn farþega sem var inn í vélinni. Klukkutíma seinkun varð á áætlun Flugleiða til Amsterdam frá Keflavíkurflugvelli vegna þessaSkipt var um startara í mótornum og síðan haldið af stað til Amsterdam. Engin hætta var á ferðum að sögn upplýsingafulltrúa Flugleiða.
Byggt á frétt mbl.is
Byggt á frétt mbl.is