Starfsstöðvar Bláa lónsins rýmdar
Bláa Lónið í Svartsengi hefur þegar rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðskjálfta sem mældust við Sundhnjúkagígaröðina í nótt og eldgossins í framhaldinu.
Rýmingin gekk vel og eru gestir komnir eða á leið á önnur hótel og starfsmenn til síns heima. „Við viljum þakka gestum góðan skilning, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Allar starfsstöðvar Bláa Lónsins í Svartsengi verða lokaðar í dag, fimmtudag. Frekari upplýsingar verða veittar eftir því sem líður á daginn.