Starfsmenn Suðurness fá atvinnutilboð
Til fiskvinnslufyrirtækisins Suðurness í Reykjanesbæ hafa borist fjölmörg atvinnutilboð frá öðrum fiskvinnslufyrirtækjum. Útlit er fyrir að allir starfsmenn fari í önnur störf fljótlega, segir Helga Rut Guðjónsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í samtali við RÚV.
Helga Rut segir að starfsmenn fyrirtækisins fari í sumarfrí í dag en ekki hefur verið unnið í verksmiðjunni frá því á þriðjudag. Uppsagnarfresturinn taki gildi 1. september næstkomandi. Þeir starfsmenn sem ekki hafi fengið störf fyrir 23. ágúst eigi rétt á launum samkvæmt samningum. 45 starfsmönnum var sagt og kemur meirihluti þeirra frá Taílandi, Filippseyjum og Póllandi. 6 Íslendingar starfa hjá fyrirtækinu.
Stefanía Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Suðurness, segir að fiskvinnslufyrirtæki frá Reykjanesbæ og víðar hafi boðið starfsmönnum fyrirtækisins atvinnu. Farið verði yfir málin með öllum starfsmönnum eftir helgi.
Helga Rut segir að starfsmenn fyrirtækisins fari í sumarfrí í dag en ekki hefur verið unnið í verksmiðjunni frá því á þriðjudag. Uppsagnarfresturinn taki gildi 1. september næstkomandi. Þeir starfsmenn sem ekki hafi fengið störf fyrir 23. ágúst eigi rétt á launum samkvæmt samningum. 45 starfsmönnum var sagt og kemur meirihluti þeirra frá Taílandi, Filippseyjum og Póllandi. 6 Íslendingar starfa hjá fyrirtækinu.
Stefanía Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Suðurness, segir að fiskvinnslufyrirtæki frá Reykjanesbæ og víðar hafi boðið starfsmönnum fyrirtækisins atvinnu. Farið verði yfir málin með öllum starfsmönnum eftir helgi.