Starfsmenn slökktu eldinn
Eldur kom upp í starfsmannaaðstöðu í fiskverkun í Garði rétt fyrir hádegi í gærdag. Kviknaði eldurinn í kaffiaðstöðu starfsmannanna en þeir náðu að slökkva hann með slökkvitækjum. Lögreglan á Suðurnesjum telur allt benda til þess að kviknað hafi í út frá fjöltengi. Nokkrar skemmdir urðu á aðstöðunni.