Starfsmenn og áhafnir í gegnum vopnaleit í Leifsstöð
Starfsmenn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli og flugáhafnir þurftu að fara í gegnum vopnaleit á vellinum í morgun af öryggisástæðum. Sprengjuhótunin sem reyndist gabb barst slökkviliðsstjóranum í Keflavik í hans síma og var gabbið á ensku.Þetta er í fyrsta sinn sem vopnaleit er gerð á starfsfólki. Að sögn Jóhanns R. Benediktssonar sýslumanns er enn sama viðbúnaðarástand á vellinum og var í gær.
Jóhann sagði að enn væri sama viðbúnaðarástand á Keflavíkurflugvelli og á þriðjudag. Aðeins fáir íslenskir starfsmenn fengu að sækja vinnustaði sína í gær. Ekki var vitað seint í gær hversu lengi þetta ástand myndi vara. Símtal sem greindi frá sprengjuhótun og reyndis gabb, kom úr síma í Kringlunni í Reykjavík. Hringt var í síma slökkvistjóra Brunavarna Suðurnesja og tilkynnt um sprengju á ensku. Rannsókn stendur enn yfir
Jóhann sagði að enn væri sama viðbúnaðarástand á Keflavíkurflugvelli og á þriðjudag. Aðeins fáir íslenskir starfsmenn fengu að sækja vinnustaði sína í gær. Ekki var vitað seint í gær hversu lengi þetta ástand myndi vara. Símtal sem greindi frá sprengjuhótun og reyndis gabb, kom úr síma í Kringlunni í Reykjavík. Hringt var í síma slökkvistjóra Brunavarna Suðurnesja og tilkynnt um sprengju á ensku. Rannsókn stendur enn yfir