Starfsmenn Keflavíkurflugvallar undirbúa verkfallsboðun
Starfsmenn Keflavíkurflugvallar ætla að undirbúa verkfallsboðun náist ekki viðunandi niðurstaða með viðsemjendum á næstunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félagsfundar sem félagar í SFR, sem starfa á Keflavíkurflugvelli, stóð fyrir í gær.
„Í ljósi þess að lítill eða enginn samningsvilji er fyrir hendi af hálfu viðsemjenda og Samtaka atvinnulífsins, verður ekki hjá því komist að SFR afli fljótlega verkfallsheimildar meðal félagsmanna sem eru starfsmenn Keflavíkurflugvallar ohf, ef enginn árangur verður af starfi Ríkissáttasemjara í kjaradeilunni á næstu dögum," segir m.a. í yfirlýsingunni.
www.visir.is greinir frá þessu.