Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsmenn IGS íhuga frekari aðgerðir
Þriðjudagur 11. júlí 2006 kl. 13:39

Starfsmenn IGS íhuga frekari aðgerðir

Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í deilu starfsmanna IGS á Keflavíkurflugvelli  við fyrirtækið og hóta þeir að leggja niður störf í annað sinn fyrirvaralaust, fallist yfirmenn fyrirtækisins ekki á að hækka laun þeirra verulega, að því er fram kemur á ruv.is í dag.


Fyrir nokkru lögðu starfsmenn IGS niður störf í mótmælaskyni og til að árétta kröfur sínar. Starfsfólkið segir hefðbundnar leiðir til að fá kjör sín bætt engu hafa skilað og ljóst er að megn óánægja er á meðal starfsfólksins.
Boðað hefur verið til fjöldafundar starfsmanna annað kvöld þar sem kynntar verða tillögur að launahækkunum sem fyrirtækið hefur lagt fram. Þeir munu fela í sér 15.000 króna bónusgreiðslu takist að afgreiða 99% allra flugvéla á áætlun og 10.000 króna bónusgreiðslu ef 98% vélanna komist leiðar sinnar á áætlun. Svo virðist sem starfsmenn IGS séu ekki sáttir við þær tillögur, enda komi þær fæstum þeirra til góða því í sumum deildum séu fæstir þeirra fastráðnir. Til dæmis séu hátt í 90% um 120 starfsmanna í hlaðdeild lausráðnir Pólverjar.


Skiptar skoðanir munu vera á meðal starfsmanna IGS um það hvernig standa skuli að aðgerðum, sumir vilja leggja niður störf fyrirvaralaust en aðrir vilja gefa stjórnendum fyrirtækisins eins dags fyrirvara til að geta brugðist við, segir á ruv.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024