Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsmenn ÍAV skömmuðu félagsmálaráðherra
Föstudagur 16. október 2009 kl. 20:54

Starfsmenn ÍAV skömmuðu félagsmálaráðherra

Starfsmenn ÍAV voru fjölmennir á atvinnumálafundi með Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra, sem haldinn var í Virkjun á Ásbrú í Reykjanesbæ í dag. Starfsmennirnir lýstu þungum áhyggjum af því að seinagangur í ríkisstjórninni væri að verða til þess að tugir starfsmanna sem væru að vinna við byggingu gagnavers Verne Global á Ásbrú væru nú að missa vinnuna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Um 120 manns vinna nú við byggingu gagnaversins en þeim verður fækkað niður í 20 á næstu dögum þar sem óvissa ríkir um verkefnið á meðan ekki hefur verið gengið frá samningum um skattatengd mál gagnaversins.


Það koma skýrt fram á fundinum með félagsmálaráðherra að menn hér syðra hafa af því þungar áhyggjur að ákvörðun umhverfisráðherra á dögunum geti tafið verkefni um allt að tveimur árum og það sé eitthvað sem Suðurnesjamenn hafi alls ekki efni á í því árferði sem nú ríkir. Var félagsmálaráðherra m.a. spurður að því hvort hann væri stoltur af verkum umhverfisráðherra. Hann svaraði þeirri spurningu ekki beint.


Frekari fréttir af atvinnumálafundinum hér á vf.is um helgina.


VF-ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson