Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsmenn Grindavíkurbæjar fái afslátt í líkamsrækt
Miðvikudagur 27. október 2004 kl. 14:28

Starfsmenn Grindavíkurbæjar fái afslátt í líkamsrækt

Starfsmenn Grindavíkurbæjar munu fá helmingsafslátt í líkamsrækt ef tillögur bæjarráðs ganga í gegn. Á fundi bæjarráðs Grindavíkur þann 20. október síðastliðinn var það lagt fram að starfsmannastefnu bæjarins yrði breytt með þeim hætti að Grindavíkurbær styddi við þá starfsmenn sem vilja stunda reglubundna líkamsrækt. Ársgjöld þeirra starfsmanna yrðu þá greidd niður um allt að 50 % eða að hámarki 10.000 krónur.

„Okkur barst fyrirspurn varðandi þetta mál frá einni deild bæjarins og það er bara mjög jákvætt, ég á von á því að þessi tillaga verði samþykkt,“ sagði Sigmar Eðvarðsson, nýkjörinn formaður bæjarráðs Grindavíkur í samtali við Víkurfréttir.

VF-mynd/ úr safni, loftmynd af Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024