Starfsmenn flugvallar halda vinnu samkvæmt nýju frumvarpi
Þeir starfsmenn sem sagt hefur verið upp störfum á Keflavíkurflugvelli og heyra undir nýstofnaða Flugmálastjórn, geta fengið vinnu hjá hinni nýju stofnun. Geir h Haarde, utanríkisráðherra, segir að í framtíðinni muni starfsemin á Keflavíkurflugvelli heyra undir samgönguráðuneytið.
Utanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi um stofnun Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli á Alþingi í dag. Stefnt er að því að afgreiða það sem lög frá Alþingi fyrir kvöldið. Meðal þeirrar starfsemi sem heyra mun undir Flugmálastjórn er slökkvilið og rekstur flugbrauta. Í frumvarpinu er kveðið á um að allir þeir starfað hafa við rekstur flugvallarins hjá Varnarliðinu, verði endurráðnir og þessar stöður ekki auglýstar sérstaklega.
Utanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpi um stofnun Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli á Alþingi í dag. Stefnt er að því að afgreiða það sem lög frá Alþingi fyrir kvöldið. Meðal þeirrar starfsemi sem heyra mun undir Flugmálastjórn er slökkvilið og rekstur flugbrauta. Í frumvarpinu er kveðið á um að allir þeir starfað hafa við rekstur flugvallarins hjá Varnarliðinu, verði endurráðnir og þessar stöður ekki auglýstar sérstaklega.