Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsmannamál og viðskiptatengsl mikilvægust á næstu dögum
Laugardagur 5. mars 2011 kl. 16:38

Starfsmannamál og viðskiptatengsl mikilvægust á næstu dögum

Mikilvægustu málin hjá Landbankanum á Suðurnesjum á næstu dögum verða starfsmannamál, viðskiptatengsl og viðhald þeirra, framtíð einstakra útibúa, framtíð höfuðstöðva, mat á eignum Spkef og samruni rekstrar og þjónustu Landsbankans og Spkef. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsbankinn var að senda frá sér rétt í þessu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„Landsbankinn rekur öflugasta útibúanet landsins og með samrunanum mun bankinn geta boðið enn betri þjónustu en áður á landsbyggðinni. Mikilvægur þáttur í því er að nýta þann mannauð sem býr í starfsfólki Spkef. Fyrirsjáanlegt er að hægt verður að ná fram hagræðingu á mörgum sviðum með samrunanum, sérstaklega á sviðum sem njóta mikillar stærðarhagkvæmni, t.d. í margskonar bakvinnslu og kerfisþróun,“ segir í tilkynningunni.


,,Þetta er mikilvægt skref í sögu Landsbankans og mjög viðamikið verkefni sem okkar bíður. Við þekkjum vel kröfuna um hagræðingu í bankakerfinu og verðum að hafa kjark til að horfast í augu við nauðsyn hennar. Ekki síður verðum við að hafa kjark til að viðurkenna að hagræðing má ekki verða á kostnað samfélagssáttar og okkar verkefni er að sætta þessi sjónarmið.


Við hlökkum til að kynnast fólkinu í Spkef og vinna með því, starfsfólk sparisjóðanna hefur alltaf verið í miklum metum meðal viðskiptavina sinna og við getum lært af því. Núverandi viðskiptavinir Spkef geta því gengið að því sem vísu að þeim verður áfram sinnt af alúð.


Í stefnu Landsbankans kemur skýrt fram sá vilji starfsmanna bankans að vera hreyfiafl í samfélaginu og undir þeim merkjum tökumst við á við þessa sameiningu. Okkar markmið er að skila eigendum og samfélagi ávinningi og að því munum við stefna,“ segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans.