Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Starfsmannafélag HS færir Velferðarsjóðnum framlag
Miðvikudagur 29. janúar 2014 kl. 07:15

Starfsmannafélag HS færir Velferðarsjóðnum framlag

Velferðarsjóður Suðurnesja tók í gær á móti 200.000 kr. framlagi frá Starfsmannafélagi HS.  Stjórn starfsmannafélagsins hélt jólabingó fyrir starfsmenn og maka í desember síðastliðnum og ákvað að láta allan ágóða af kvöldinu renna í gott málefni á svæðinu. Seld voru spjöld fyrir 75.000 kr. Og ákvað starfsmannafélagið að hækka framlagið í 100.000 kr. Þá var leitað til forstjóra HS Orku og HS Veitna um að tvöfalda upphæðina. Vel var tekið í þá beiðni og úr varð að upphæðin varð 200.000kr.

Starfsmannafélagið ákvað að nýta peningana í að leggja til framlag í velferðarsjóðinn til að hjálpa til við það góða starf sem þar er unnið.  „við vildum halda peningunum í nærsamfélaginu og vitum að aðstandendur Velferðarsjóðsins hafa mjög góða og skýra sýn á það hvernig þeir peningar sem koma þar inn nýtast sem best og tryggja að þeir fari á rétta staði. Við viljum líka hvetja önnur starfsmannafélög og fyrirtæki til að standa vel við bakið á þeim sem minna mega sín og láta eitthvað af hendi rakna ef tækifæri gefst til“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir formaður starfsmannafélags HS.

Fulltrúar Keflavíkurkirkju, Þórunn Þórisdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson tóku við framlaginu í Kapellu Keflavíkurkirkju. Þórunn greindi þeim frá verkefnum sjóðsins en hann veitir mikilvægan stuðning hér á svæðinu, einkum til barna og ungmenna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024