Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Starfsmaður Háaleitisskóla með Covid-19 og 5. bekkur í sóttkví
Mánudagur 30. ágúst 2021 kl. 16:34

Starfsmaður Háaleitisskóla með Covid-19 og 5. bekkur í sóttkví

Nemendur 5. bekkjar Háaleitisskóla í Reykjanesbæ, alls sextán nemendur, eru komnir í sóttkví eftir að Covid-smit greindist hjá starfs­manni.

Frá þessu er greint á mbl.is í dag og staðfest­ir Friðþjóf­ur Helgi Karls­son skóla­stjóri málið í samtali við miðilinn og bæt­ir við að tveir starfs­menn séu nú í sótt­kví vegna þessa. Starfsmaðurinn er kominn í einangrun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í tilkynningu til foreldra og forsjáraðila nemenda við Háaleitisskóla segir Friðþjófur Helgi skólastjóri:

„Seint í gærkvöld kom í ljós að starfsmaður skólans hafði smitast af Covid-19. Allir sem þurftu að fara í sóttkví voru látnir vita strax í gærkvöldi eftir að smitrakningu lauk í samráði við smitrakningarteymi almannavarna. Alls voru það 16 nemendur í 5. bekk sem þurftu að fara í sóttkví og tveir starfsmenn.

Við hvetjum alla til að fara varlega og ef einhver einkenni Covid gera vart við sig að fara umsvifalaust í sýnatöku.“