Starfsmaður á Laut ekki smitaður en verður í sóttkví
Leikskólinn Laut í Grindavík verður opnaður aftur föstudaginn 20 mars kl. 08:00 fyrir barnahóp B. Leikskólinn er lokaður í dag en smit kom upp í nánasta umhverfi eins starfsmanns leikskólans. Starfsmaður reyndist ekki smitaður en verður í sóttkví næstu fjórtán daga.
Svo mun barnahópur A mæta á mánudag, miðvikudag og föstudag og barnahópur B mæta þriðjudag og fimmtudag, segir í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar.