Starfsfólk skurðstofu kveður
Komið er að tímamótum í sögu Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja. Starfsfólk skurðstofu hefur verið sagt upp störfum og taka uppsagnir gildi 1. maí. Starfsemi skurðstofunnar hefur frá upphafi sögu sjúkrahússins verið ríkur þáttur í þjónustu við íbúa svæðisins sem og annarra landsmanna.
Á liðnum mánuðum hefur hópur fólks barist ötullega fyrir áframhaldandi tilvist skurðstofunnar en þrátt fyrir allt verður skurðstofunni lokað. Þessum einstaklingum sem og öllum þeim fjölmörgu einstaklingum og fjölskyldum sem notið hafa þjónustu skurðstofunnar, viljum við sem nú látum af störfum þakka fyrir samfylgnina í gegnum árin. Það hefur verið okkur sönn ánægja að hafa notið samfylgdar ykkar og fengið að vinna í ykkar þágu í gegnum árin, segir í bréfi frá starfsfólki skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Lifið heil
Starfsfólk skurðstofu HSS
Ásdís Johnsen, skurðhjúkrunarfræðingur
Brynja Hjaltadóttir, sjúkraliði
Guðrún Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur
Margrét Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Rut Þorsteinsdóttir, svæfingahjúkrunarfræðingur
Sigríður Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur
Svajunas Statkevicus, svæfingalæknir
Þórunn A. Einarsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur