Starfsfólk Frístundaskólans á SOS námskeiði
Nýtt starfsfólk Frístundaskólans sækir um þessar mundir SOS námskeið sem haldið er af Gylfa Jóni Gylfasyni yfirsálfræðingi á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar.
Á námskeiðinu er kennd uppeldistækni sem byggir á lögmálum atferlis, en einnig á viðbótum úr ýmsum áttum svo sem virkri hlustun og hvernig eigi að gefa börnum góð fyrirmæli.
Meginþorri starfsmanna í leik- og grunnskólum hefur jafnframt stótt námskeiðin sem og starfsfólk Frístundaskólans en samtals hafa um 700 manns sótt námskeið í SOS - hjálp fyrir foreldra.
Einnig hefur starfsfólk Frístundaskólans sótt námskeið í skyndihjálp og fengið leiðsögn í Landnámsaðferðinni hjá Herdísi Egilsdóttur kennara og höfundi námsefnisins.
Fleiri fréttir af vef Reykjanesbæjar.