Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsemi Hjálpræðishersins aftur á fullt
Afgreiðslukonurnar í Hertex búðinni voru á öllum aldri
Laugardagur 17. ágúst 2013 kl. 14:15

Starfsemi Hjálpræðishersins aftur á fullt

Starfsemi Hjálpræðishersins byrjar af fullum krafti aftur eftir sumarfrí á morgun, sunnudaginn 18. ágúst en þá verður haldin fyrsta samkoman undir nýjum leiðtoga. Hefst hún kl. 16.30 í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú, Flugvallarbraut 730. Næstkomandi þriðjudag verður samkoma fyrir þá sem hafa verið og vilja vera sjálfboðaliðar í haust. Boðið verður upp á kvöldverð kl.19 og starfsemi komandi veturs rædd.

Nýr foringi hefur verið ráðinn til starfa en það er Elín Kyseth frá Noregi sem mun gegna því starfi í haust. Að auki munu Ingvi Skjaldarson og Hjördís Kristjánsdóttir sjá um daglegan rekstur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í haust mun vera áframhald á þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Hjálpræðisherinn býður upp á. „Við erum með kór í samstarfi við Bríeti Sunnu en þetta er eins konar gospelkór fyrir krakka á grunnskólaaldri. Unglingarnir fá einnig eitthvað við sitt hæfi en við erum með sér hópastarf fyrir krakka í 8. bekk og eldri. Í fyrra fermdust hjá okkur fjórir krakkar og var það í fyrsta sinn sem trúfélagið Hjálpræðisherinn hélt fermingu,“ segir Hjördís. Einnig hefur verið í boði fyrir börn að koma eftir skóla á þriðjudögum í eins konar frístund þar sem þau hafa tækifæri á að fá aðstoð með heimanám og geta leikið sér. Námskeið og leshópar verða einnig á dagskránni í vetur, sem kynnt verður nánar næstu vikur.

Í gamla húsnæði prentsmiðjunnar Grágás fer fram sameiginleg starfsemi með Keflavíkurkirkju en Hertex búðin er einnig staðsett þar, sem er búð á vegum Hjálpræðishersins sem selur notuð föt. Þar hefur verið í gangi áhugavert verkefni en sjálfboðaliðar hafa endurunnið fatnað sem Hjálpræðishernum berst með því að hanna og sauma nýjan fatnað úr gömlum fötum. Unnið er þó að því að finna hentugra húsnæði fyrir búðina. Vox Felix æfir einnig í húsinu en það er samstarfsverkefni kirknanna á Suðurnesjum

Hjálpræðisherinn í Reykjanesbæ er með síðu á Facebook þar sem fram koma ýmsar upplýsingar og viðburðir auglýstir.

Hertex búðin er til húsa í gamla húsnæði Grágás prentsmiðjunnar. Einnig er hægt að fá ókeypis súpu og kaffi. 

Alltaf er hægt að finna falinn fjársjóð í Hertex búðinni en um þessar mundir er boðið upp á Pokasölu þar sem fullur poki af fötum kostar 1500 kr.