Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starfsemi Bjargarinnar óbreytt
Sunnudagur 24. apríl 2016 kl. 06:00

Starfsemi Bjargarinnar óbreytt

Á undanförnum vikum hefur verið fundað um málefni Bjargarinnar - geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja með ýmsum aðilum, þar á meðal með velferðarráðherra en reksturinn hefur verið ótryggur. Ýmissa leiða hefur verið leitað til að tryggja þar áframhaldandi starfsemi. Að sögn Sigríðar Daníelsdóttur, forstöðumanns fjölskyldumála hjá Velferðarsviði Reykjanesbæjar, er hún vongóð um að það takist að fá aukið fjármagn í reksturinn frá ríkinu,  í gegnum starfsemi Hollvinasamtaka Bjargarinnar og með stuðningi annarra aðila.
„Starfsemi Bjargarinnar heldur því áfram óbreytt þar til niðurstaða liggur fyrir,“ segir hún.

Björgin hefur verið rekin af Reykjanesbæ, í samstarfi við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Björgin var fyrst opnuð árið 2005 og síðan þá hefur fjöldi þeirra sem sækja þjónustuna aukist jafnt og þétt. Björgin er endurhæfingarúrræði, athvarf og þar er fólki veitt eftirfylgd eftir þörfum. Endurhæfing er einstaklingsmiðuð, haldið er utan um endurhæfingaráætlanir, fylgst með mætingu og árangur metinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024