Starfsaldurstengdum eingreiðslum komið á
Meirihluti bæjarstjórnar Grindavíkur hefur samþykkt breytingu á starfsmannastefnu Grindavíkurbæjar þess efnis að þeir starfsmenn sem eru í föstu starfi hjá sveitarfélaginu og ná tilgreindum fjölda starfsára, fá eingreiðlur samkvæmt neðangreindi töflu.
Eftir 5 ár í starfi 70.000
Eftir 10 ár í starfi 100.000
Eftir 15 ár í starfi 150.000
Eftir 20 ár í starfi 200.000
Eftir 25 ár í starfi 200.000
Eftir 30 ár í starfi 200.000
Greiðslunar koma fyrst til framkvæmda 1. september 2009 og síðan 1. september ár hvert gagnvart þeim starfsmönnum sem ná tilgreindum starfsárafjölda hverju sinni. Greiðslurnar miðast við 100% starfshlutfall og sé starfsmaður í skertu starfshlutfalli skulur greiðslurnar greiddar að tiltölu við starfshlutafallið. Hver starfsmaður fær þvi greiðslu samkvæmt þessu á fimm ára fresti.