Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Starf skólastjóra Gerðaskóla laust til umsóknar
Þriðjudagur 28. mars 2023 kl. 17:39

Starf skólastjóra Gerðaskóla laust til umsóknar

Suðurnesjabær óskar eftir að ráða skólastjóra Gerðaskóla en ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi. Leitað er að metnaðarfullum leiðtoga til að stýra framsæknum skóla í ört stækkandi sveitarfélagi.

Í Suðurnesjabæ eru tveir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar. Gerðaskóli er 250 nemenda heilsueflandi grunnskóli sem vinnur eftir stefnunni Jákvæður agi með það að markmiði að allir fái tækifæri til að vera besta útgáfan af sjálfum sér í leik og starfi. Í skólanum starfa áhugasamir og metnaðarfullir starfsmenn sem leggja áherslu á að skapa námsumhverfi þar sem allir eru virkir, öllum líði vel og allir læra að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 16. apríl 2023, segir á vef Suðurnesjabæjar.

Þau sem ekki sækjast eftir skólastjórastöðu geta hins vegar sótt um nokkur önnur kennarastörf við Gerðaskóla. Þar vantar enskukennara, kennara í heimilisfræði, sérkennara og í íslensku sem annað tungumál.

Í Sandgerðisskóla eru einnig nokkrar kennarastöður lausar á næsta skólaári. Þar vantar umsjónarkennara á miðstigi, kennara í sjónlistum, smíðakennara og dönskukennara.