Stapafell er ekki að loka!
„Stapafell á að baki tæpa hálfa öld í verslun í Keflavík og er ekki að fara að loka. Auðvitað ræður enginn sínum næturstað en það er ekki á stefnuskrá okkar að loka. Mér finnst leiðinlegt að sú umræða hafi farið af stað og vil leiðrétta hana", segir Guðrún Hákonardóttir, kaupkona í einni elstu verslun Keflavíkur, Stapafelli.Nokkur umræða hefur verið manna á milli og eins hefur eitthvað birst í fjölmiðlum sem kom umræðu um lokun nokkurra verslana á Suðurnesjum af stað. „Það eru alltaf breytingar í verslun, bæði hér og annars staðar. Verslanir loka og aðrar koma í staðinn. Auðvitað er ekkert sem segir að Stapafell verði hér til eilífðarnóns. Við höfum þurft að gera ýmsar breytingar á rekstrinum sem hafa heppnast vel. Það er ekkert óeðlilegt við slíkt í hörðum heimi samkeppninnar. En ég er ánægð hérna og langar að vera áfram. Mér finnst hins vegar óþægilegt að þurfa að svara viðskiptavinum og starfsfólki um eitthvað sem er ekki satt".
Guðrún segir að staða verslunar á Suðurnesjum hafi breyst á undanförnum árum. „Við erum jaðarsvæði eins og t.d. Grafarvogur í Reykjavík en styrkur verslunar á hverju svæði ræðst auðvitað af viðskiptum fólksins sem þar býr. Auðvitað yrðu allir ósáttir ef verslun legðist hér af að miklu leyti. Við erum t.d. með mjög gott gott starfsfólk með mikla reynslu.
Það er hluti af bæjarbrag og þjónustu hvers bæjarfélags að verslun og þjónusta sé góð. Við höfum verið svo heppin að hafa slíkt hér. Gott dæmi um vel heppnað samstarf t.d. menningar, verslunar og þjónustu er Ljósanóttin. Við höfum öll séð hvað hún hefur skilað góðri umræðu og eins viðskiptum þó í stuttan tíma sé".
Guðrún segir að jólaverslun hafi farið vel af stað. „Það er búin að vera fín traffík og ég er bjartsýn á framhaldið".
Guðrún segir að staða verslunar á Suðurnesjum hafi breyst á undanförnum árum. „Við erum jaðarsvæði eins og t.d. Grafarvogur í Reykjavík en styrkur verslunar á hverju svæði ræðst auðvitað af viðskiptum fólksins sem þar býr. Auðvitað yrðu allir ósáttir ef verslun legðist hér af að miklu leyti. Við erum t.d. með mjög gott gott starfsfólk með mikla reynslu.
Það er hluti af bæjarbrag og þjónustu hvers bæjarfélags að verslun og þjónusta sé góð. Við höfum verið svo heppin að hafa slíkt hér. Gott dæmi um vel heppnað samstarf t.d. menningar, verslunar og þjónustu er Ljósanóttin. Við höfum öll séð hvað hún hefur skilað góðri umræðu og eins viðskiptum þó í stuttan tíma sé".
Guðrún segir að jólaverslun hafi farið vel af stað. „Það er búin að vera fín traffík og ég er bjartsýn á framhaldið".