Standa vörð um sameiginlega hagsmuni og íbúanna varðandi náttúruauðlindir
Fulltrúar sveitarfélaganna Voga, Grindavíkur og Hafnarfjarðar undirrituðu á blaðamannafundi nú fyrir hádegi viljayfirlýsingu um stofnun félagsins Suðurlindir. Markmið félagsins verður að standa vörð um sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna þriggja og íbúa þeirra varðandi náttúruauðlindir í landi þeirra, þ.e. við Trölladyngju, Sandfell og í Krýsuvík. Er í því sambandi talað um nýtingu jarðvarma og eignar- og nýtingarrétt hvers sveitarfélags fyrir sig. Félagið verður alfarið í eigu opinberra aðila og munu sveitarfélögin þrjú fara með jafnan hlut, samkvæmt viljayfirlýsingunni.
Í henni segir að lögsagnarumdæmi sveitarfélaganna þriggja liggi saman þvert um nokkur helstu jarðhitasvæði á Reykjanesi. Því sé ljóst að þau eigi mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta á ýmsum sviðum.
Jafnframt er tekið fram að mikilvægt sé að þessi þrjú sveitarfélög eigi gott samstarf um skipulag og framkvæmdir á skilgreindum auðlindasvæðum og marki sér skýrar áherslur í náttúruvernd og umhverfismálum á umræddum svæðum. Einnig að þau vinni að sameiginlegri framtíðarsýn um þróun atvinnulífs og íbúðabyggðar og nýtinu orkuauðlinda fyrir sveitarfélögin á þeirra eigin vegum eða í samstarfi við önnur orkufyrirtæki.
Á blaðamannafundinum kom fram stofnun þessa félags væri ekki til höfuðs Hitaveitu Suðurnesja. Hins vegar sé ekkert útilokað hvað varðar samstarf við önnur orkufyritæki um nýtingu jarðvarma á áðurgreindum svæðum.
Nánar verður fjallað um blaðamannafundinn og efni hans hér í vefsjónvarpi VF á eftir þar sem m.a. heyra má hvað bæjarstjórar viðkomandi sveitarfélga hafa að segja um stofnun Suðurlinda.
Mynd/elg: Bæjarstjórar sveitarfélaganna þriggja skrifuðu undir viljayfirlýsinguna í morgun.
Í henni segir að lögsagnarumdæmi sveitarfélaganna þriggja liggi saman þvert um nokkur helstu jarðhitasvæði á Reykjanesi. Því sé ljóst að þau eigi mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta á ýmsum sviðum.
Jafnframt er tekið fram að mikilvægt sé að þessi þrjú sveitarfélög eigi gott samstarf um skipulag og framkvæmdir á skilgreindum auðlindasvæðum og marki sér skýrar áherslur í náttúruvernd og umhverfismálum á umræddum svæðum. Einnig að þau vinni að sameiginlegri framtíðarsýn um þróun atvinnulífs og íbúðabyggðar og nýtinu orkuauðlinda fyrir sveitarfélögin á þeirra eigin vegum eða í samstarfi við önnur orkufyrirtæki.
Á blaðamannafundinum kom fram stofnun þessa félags væri ekki til höfuðs Hitaveitu Suðurnesja. Hins vegar sé ekkert útilokað hvað varðar samstarf við önnur orkufyritæki um nýtingu jarðvarma á áðurgreindum svæðum.
Nánar verður fjallað um blaðamannafundinn og efni hans hér í vefsjónvarpi VF á eftir þar sem m.a. heyra má hvað bæjarstjórar viðkomandi sveitarfélga hafa að segja um stofnun Suðurlinda.
Mynd/elg: Bæjarstjórar sveitarfélaganna þriggja skrifuðu undir viljayfirlýsinguna í morgun.