Standa vakt við Grindavíkurhöfn vegna flóðs
Hafnarstarfsmenn í Grindavík og björgunarsveitarfólk stendur nú vakt við Grindavíkurhöfn en háflóð er um kl. 10. Þegar er farið að flæða upp á bryggjur.
Að sögn Sigurðar A. Kristmundssonar, hafnarstjóra í Grindavík, er ekki mikil hreyfing í höfninni en vissara að vera á varðbergi. Bátar hafa m.a. verið færðir til í höfninni í nótt eftir að suðaustan-áttin gekk niður.
Hópsnesið við Grindavík er lokað þar sem óttast er að sjávarflóð geti valdið vandræðum ef fólk er þar á ferli.