Stálverksmiðja stærri en tvær Reykjaneshallir
Frumdrög að lóðarleigu- og hafnarsamningi við International Pipe and Tube in Iceland ehf. hafa verið lögð fram í hafnarstjórn Hafnasamlags Suðurnesja. Fyrirhugað er að úthluta rúmlega 39.800 fermetra lóð að Stakksbraut 1 undir 17.500 fermetra verksmiðjuhúsnæði. Til samaburðar má nefna að salur Reykjaneshallarinnar er 7.800 fermetrar.Fram kemur í fundargerð Hafnarsamlags Suðurnesja að hafnarstjórn er ánægð með stöðu mála, en endanlegur samningur verður tilbúinn á næstu dögum og mun hafnarstjórn taka hann fyrir með lögfræðingum hafnarinnar og iðnaðarráðuneytis.
Nauðsynlegt er að fara í miklar sprengingar til að gera lóðina byggingarhæfa og var hafnarstjóra heimilað að fá Verkfræðistofu Suðurnesja ehf. að undirbúa forval vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Forvalið verður hins vegar ekki auglýst fyrr en undirritun samnings við International Pipe and Tube in Iceland ehf. hefur farið fram.
Nauðsynlegt er að fara í miklar sprengingar til að gera lóðina byggingarhæfa og var hafnarstjóra heimilað að fá Verkfræðistofu Suðurnesja ehf. að undirbúa forval vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Forvalið verður hins vegar ekki auglýst fyrr en undirritun samnings við International Pipe and Tube in Iceland ehf. hefur farið fram.