Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stálu úr kirkjubauknum og kveiktu í kirkjunni
Föstudagur 24. september 2010 kl. 14:10

Stálu úr kirkjubauknum og kveiktu í kirkjunni

Tveir piltar og tvær stúlkur á aldrinum 17 til 20 ára hafa játað að hafa kveikt í Krýsuvíkurkirkju í ársbyrjun en kirkjan gjöreyðilagðist í brunanum.

Ungmennin helltu úr bensínbrúsa inni í kirkjunni og kveiktu í. Þau yfirgáfu síðan staðinn en höfðu jafnframt meðferðis smámynt sem þau stálu úr söfunarbauki Krýsuvíkurkirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við yfirheyrslur hjá lögreglu kom fram að þau ætluðu sér að kveikja í einhverri kirkju en tilviljun virðist hafi ráðið því að Krýsuvíkurkirkja varð fyrir valinu. Ungmennin hafa áður komið við sögu hjá lögreglu, mismikið þó, segir á visir.is.