Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stálu úr Fjölskylduhjálp
Þriðjudagur 20. desember 2016 kl. 16:38

Stálu úr Fjölskylduhjálp

Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um að verið væri að stela fatnaði í verslun Fjölskylduhjálpar í Keflavík sl. laugardag. Á vettvangi hittu lögreglumenn fyrir meinta gerendur, par sem var með barn í barnavagni. Starfsmenn fjölskylduhjálparinnar höfðu þá stöðvað parið þegar það var komið út á bílaplan fyrir utan verslunina og fengið leyfi til að leita í barnavagninum. Þar fannst slatti af fatnaði sem parið hafði ekki greitt fyrir auk þess sem annað þeirra var í fatnaði úr versluninni sem heldur hafði ekki verið greitt fyrir. Fólkið var frjálst ferða sinna að lokinni upplýsingatöku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024