Stálu tölvum og raftækjum í vallarhúsi Njarðvíkinga - myndband
Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú innbrotsþjófa sem brutust inn í vallarhús Knattspyrnudeildar Njarðvíkur aðfaranótt mánudags. Þó nokkru magni af raftækjum var stolið auk þess sem skemmdir voru unnar á húsinu við Rafholsvöll í Njarðvík. Á myndskeiði sem hefur verið dreift á netinu má sjá þrjá menn koma gangandi að húsinu og fara inn í húsið með því að sparka upp hurð eftir að hafa farið á allar dyr og glugga þess.
„Því miður eru ónytjungar á meðal vor sem eiga hvergi heima nema í tugthúsinu. Þeir stálu þeir fartölvu, vallarhátölurunum, soundbar, myndvarpi, PS4 og fleira. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Ef einhverjir kannast við þessa félaga biðlum við til fólks að upplýsa lögregluna um málið,“ segir í færslu deildarinnar á Facebook í gærkvöldi.