Stálu sjónvarpi úr verslun
Tilkynnt var um þjófnað úr nýbyggingu þar sem stolið hafði verið höggborvél, heftibyssu og hamri. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að tveir menn höfðu stolið sjónvarpi úr verslun í Njarðvík.
Þegar lögreglumenn komu á staðinn hafði starfsfólk verslunarinnar fundið sjónvarpið við ruslagám í nágrenni hennar.