Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stálu rúmum fjórum tonnum af áli
Föstudagur 3. október 2014 kl. 11:28

Stálu rúmum fjórum tonnum af áli

Karlmaður og kona, sem lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni játuðu að hafa stolið rúmlega fjórum tonnum af áli, sem geymt var á vörubrettum í húsnæði í umdæminu. Verðmæti þýfisins er talið nema 4 – 500 þúsund krónum.

Til að nálgast álið hafði læst hlið verið spennt upp og farið inn með þeim hætti. Búið var að koma hluta þýfisins í sölumeðferð en lögregla hafði upp á því.

Þegar maðurinn var handtekinn var hann við akstur. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á kannabis. Einnig ók hann sviptur ökuréttindum. Við húsleit i geymslurými, sem umræddur karlmaður hafði aðgang að, fann lögregla kannabisefni, sem hann viðurkenndi að eiga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024