Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stálu öflugum riffli og myndavél
Sunnudagur 27. október 2013 kl. 10:06

Stálu öflugum riffli og myndavél

Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Sandgerði nýverið og þaðan stolið myndavél og öflugum riffli. Gluggi hafði verið brotinn upp með skrúfjárni, sem talið er að notað hafi verið við verknaðinn og fannst á innbrotsvettvangi. Á efri hæð hússins hafði málverk á vegg verið skemmt með því að reka í gegnum það oddhvasst járnstykki, sem einnig fannst á vettvangi.

Lögreglan á Suðurnesjum hóf þegar rannsókn málsins og fékk fljótt spurnir af nokkrum ungmennum sem væru að skjóta úr skotvopni á Sandgerðisheiðinni. Rannsóknin leiddi síðan til þess að fjórir piltar voru yfirheyrðir. Riffilinn fundu lögreglumenn síðan í öðru húsnæði, þar sem hann hafði verið falinn uppi á háalofti. Myndavélin hafði verið seld fyrir fíkniefni.  Málið telst upplýst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024