Stálu lyftara í innbroti
Brotist var inn í fyrirtækið Slægingarþjónustan að Strandgötu 2 í Sandgerði aðfaranótt sunnudags og þaðan stolið Toyota rafmagnslyftara árgerð 1998, appelsínugulum að lit með vinnuvélanúmerið JL-3481. Einnig var stolið hleðslutæki með lyftaranum.
Lögreglan biður þá, sem gætu gefið einhverjar upplýsingar um hvarf lyftarans að láta lögregluna á Suðurnesjum vita í síma 420 1800.
Mynd: lyftari af svipaðri gerð og var stolið