Stálu lyfjakistu úr báti
Klukkan 01:20 aðfaranótt sunnudags stöðvuðu lögreglumenn 16 ára stúlku við akstur bifreiðar í Grindavík. Hún hafði tekið heimilisbifreiðina er foreldrar hennar voru ekki heima. Í gærkvöldi var óskað eftir lögreglu að bát í Sandgerðishöfn. þar hafði verið brotist inn í bátinn og farið í lyfjakistu og þaðan stolið stungu- og verkjalyfjum. Þetta er meðal verkefna lögreglunnar í Keflavík um helgina. Kl. 17:00 á föstudag var lögreglan kölluð að götunni Frekunni við bifreiðastæði Samkaupa en þar hafði orðið all harður árekstur tveggja fólksbifreiða. Enginn slasaðist og veitti lögreglan aðstoð við útfyllingu tryggingaskýrslu fyrir aðila málsins.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á 76 km hraða á Víkurbraut í Grindavík , þar sem hámarkshraði er 50 km og hinn ók á 94 km hraða á Njarðarbraut í Njarðvík þar sem hámarkhraði er 60 km.
Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur bifreiða og eiga yfir höfði sér sviptingu ökuleyfis og háa sekt.
Kl. 03:27 á laugardag var lögreglan kölluð í Sandgerðishöfn þar sem sjómaður hafði dottið í sjóinn milli bryggju og báts. Skipverjar í nálægum bát heyrðu hróp mannsins og tókst að bjarga honum á þurrt. Sjómaðurinn var talsvert ölvaður og var að fara um borð í bát sinn. Honum varð ekki meint af volkinu, en þarna hefði getað farið illa.
kl. 05:31 var lögreglan kölluð á skemmtistað þar sem maður hafði stolið debetkorti af stúlku og hafði reynt að nota kortið á barnum. Í ljós kom að hann hafði stolið handtösku stúlkunnar og tekið úr henni debetkortið og GSM síma hennar, síðan hafði hann fleygt veskinu út í horn og fannst það daginn eftir á skemmtstaðnum.
Kl. 10:12 var lögreglan kölluð að húsi við Heiðarhorn í Keflavík en þar höfðu skemmdarverk verið unnin á fólksbifreið.
Kl. 10:30 var lögreglan kölluð að gæsluvellinum við Heiðarból í Keflavík vegna innbrots. Þar hafði verði skrúfað frá vatni og var þar allt á floti innandyra.
Kl. 11:40 var lögreglan kölluð að húsi við Heiðarbraut í Keflavík en þar höfðu skemmdarverk verið unnin á fólksbifreið.
Kl. 11:45 var lögreglan kölluð að kennsluskúr við Heiðarskóla í Keflavík vegna rúðubrots.
Kl. 13:54 var lögreglan kölluð að húsi við Háteig vegna innbrots og skemmda á fólksbifreið.
Að auki hafði lögereglan uppi eftirlit og var eitthvað um að ökumenn væru kærðir fyrir hraðakstur sem og önnur umferðarlagabrot.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar á Njarðarbraut í Njarvík á 86 km hraða þar sem hámarkhraði er 60 km. Hinn á Reykjanesbraut á Vogastapa á 124 km hraða. Þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 02:19 aðfaranótt sunnudags er lögreglumenn voru í veitingahúsaeftirliti á veitingahúsi í Keflavík, fundu þeir við leit á manni meint fíkniefni í buxnavasa hans og lögðu hald á það.
Kl. 02:55 fékk lögregla tilkynningu um að piltur væri að búa sig undir að kasta sér í sjóinn á Kvíabryggju í Grindavík. Er lögrm komu á staðinn henti hann sér í sjóinn en kom fljótlega að bryggju og klifraði upp á bryggjuna. Hann var talsvert ölvaður. Piltinum sem er 19 ára, varð ekki meint af sjóferðinni og ók lögreglan honum heim þar sem móðir hans tók við honum.
Lögreglan auglýsti eftir 14 ára gamalli stúlku, en síðast hafði verið vitað um ferðir hennar laugardaginn 1. mars 2003 um kl. 19:00. Stúlkan kom til síns heima um kl. 17:00 á sunnudeginum.
kl. 21:06 var óskað aðstoðar lögreglu vegna áreksturs milli bifreiða á Strandgötu í Sandgerði. Litlar skemmdir urðu, en þeim mun meiri ágreiningur milli aðila.
Þá hafði lögreglan töluverð afskipti af ljósabúnaði bifreiða í umferðinni á sunnudagskvöldið.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, annar á 76 km hraða á Víkurbraut í Grindavík , þar sem hámarkshraði er 50 km og hinn ók á 94 km hraða á Njarðarbraut í Njarðvík þar sem hámarkhraði er 60 km.
Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur bifreiða og eiga yfir höfði sér sviptingu ökuleyfis og háa sekt.
Kl. 03:27 á laugardag var lögreglan kölluð í Sandgerðishöfn þar sem sjómaður hafði dottið í sjóinn milli bryggju og báts. Skipverjar í nálægum bát heyrðu hróp mannsins og tókst að bjarga honum á þurrt. Sjómaðurinn var talsvert ölvaður og var að fara um borð í bát sinn. Honum varð ekki meint af volkinu, en þarna hefði getað farið illa.
kl. 05:31 var lögreglan kölluð á skemmtistað þar sem maður hafði stolið debetkorti af stúlku og hafði reynt að nota kortið á barnum. Í ljós kom að hann hafði stolið handtösku stúlkunnar og tekið úr henni debetkortið og GSM síma hennar, síðan hafði hann fleygt veskinu út í horn og fannst það daginn eftir á skemmtstaðnum.
Kl. 10:12 var lögreglan kölluð að húsi við Heiðarhorn í Keflavík en þar höfðu skemmdarverk verið unnin á fólksbifreið.
Kl. 10:30 var lögreglan kölluð að gæsluvellinum við Heiðarból í Keflavík vegna innbrots. Þar hafði verði skrúfað frá vatni og var þar allt á floti innandyra.
Kl. 11:40 var lögreglan kölluð að húsi við Heiðarbraut í Keflavík en þar höfðu skemmdarverk verið unnin á fólksbifreið.
Kl. 11:45 var lögreglan kölluð að kennsluskúr við Heiðarskóla í Keflavík vegna rúðubrots.
Kl. 13:54 var lögreglan kölluð að húsi við Háteig vegna innbrots og skemmda á fólksbifreið.
Að auki hafði lögereglan uppi eftirlit og var eitthvað um að ökumenn væru kærðir fyrir hraðakstur sem og önnur umferðarlagabrot.
Á næturvaktinni voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar á Njarðarbraut í Njarvík á 86 km hraða þar sem hámarkhraði er 60 km. Hinn á Reykjanesbraut á Vogastapa á 124 km hraða. Þar sem hámarkshraði er 90 km.
Kl. 02:19 aðfaranótt sunnudags er lögreglumenn voru í veitingahúsaeftirliti á veitingahúsi í Keflavík, fundu þeir við leit á manni meint fíkniefni í buxnavasa hans og lögðu hald á það.
Kl. 02:55 fékk lögregla tilkynningu um að piltur væri að búa sig undir að kasta sér í sjóinn á Kvíabryggju í Grindavík. Er lögrm komu á staðinn henti hann sér í sjóinn en kom fljótlega að bryggju og klifraði upp á bryggjuna. Hann var talsvert ölvaður. Piltinum sem er 19 ára, varð ekki meint af sjóferðinni og ók lögreglan honum heim þar sem móðir hans tók við honum.
Lögreglan auglýsti eftir 14 ára gamalli stúlku, en síðast hafði verið vitað um ferðir hennar laugardaginn 1. mars 2003 um kl. 19:00. Stúlkan kom til síns heima um kl. 17:00 á sunnudeginum.
kl. 21:06 var óskað aðstoðar lögreglu vegna áreksturs milli bifreiða á Strandgötu í Sandgerði. Litlar skemmdir urðu, en þeim mun meiri ágreiningur milli aðila.
Þá hafði lögreglan töluverð afskipti af ljósabúnaði bifreiða í umferðinni á sunnudagskvöldið.