Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stálu hörðum diski með fjölskyldumyndum
Mánudagur 8. ágúst 2005 kl. 09:27

Stálu hörðum diski með fjölskyldumyndum

Síðdegis í gær var lögreglu tilkynnt um innför í bílskúr við Vallargötu í Sandgerði. Atburðurinn átti sér stað aðfararnótt sunnudags. Farið hafði verið í tölvu heimilisfólksins og harða diskinum stolið úr henni. Disksins er sárt saknað þar sem á honum voru fjölskyldumyndir úr safni íbúa.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.

Mynd/Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024