Stálu fartölvu úr heimahúsi
Fartölvu var stolið úr húsi við Brunnstíg í Keflavík á aðfararnótt þriðjudags. Þjófnaðurinn var tilkynntur árla morguninn eftir, en ekkert annað hafði verið tekið. Engin merki sáust um innbrot.Í gær voru fimm ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og einn fyrir of hraðan akstur. Hann var mældur á 115 km hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraði er 90.
Á kvöldvaktinni hafði lögregla afskipti af nokkrum ungmennum sem voru úti eftir lögleyfðan útivistartíma. Á næturvaktinni voru skráningarnúmer tekin af fimm bifreiðum þar sem ábyrgðartryggingin á þeim var fallin úr gildi.




