Stálu bjór og sterku áfengi af veitingastað
Óboðnir gestir komust inn á veitingastað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærmorgun og höfðu á brott með sér talsvert magn af bjór og sterku áfengi. Ekki er ljóst hvernig hinir fingralöngu komust inn í húsnæðið, en þegar eigandi staðarins kom á vettvang voru útidyr á bakhlið þess opnar.
Þrír bjórkassar voru horfnir, auk sex lítersflaska af sterku áfengi. Lögreglan rannsakar málið.