Stálu bíl og keyrðu útaf
 Nissan Patrol bifreið, rauð og gyllt á lit, sem var stolið við fjölbýlishús í Reykjanesbæ á aðfararnótt miðvikudags fannst í gærmorgun, utan vegar á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg.
Nissan Patrol bifreið, rauð og gyllt á lit, sem var stolið við fjölbýlishús í Reykjanesbæ á aðfararnótt miðvikudags fannst í gærmorgun, utan vegar á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg.Í ljós kom að bifreiðin hafði lent á vegriði þar skammt frá og valdið töluverðu tjóni á bæði vegriðinu og bílnum.
Að því er fram kemur í upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað hver stal bílnum en allt bendir til þess að tveir aðilar hafi verið þar á ferðinni. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið vinsamlegast hafði samband við lögreglu í síma 420 2450.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				