Stálpípuverksmiðja í Helguvík: Ákvörðun tekin á næstu fjórum vikum
Ákvörðun um byggingu Stálpípuverksmiðju í Helguvík mun liggja fyrir innan fjögurra vikna að sögn Barry Bernstein aðaleiganda International Pipe and tube. Forsvarsmenn fyrirtækisins skoðuðu framkvæmdir í Helguvík á þriðjudag og ræddu einnig við forystumenn íslenskra banka um hugsanlega aðkomu þeirra að fjármögnun vegna byggingar verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík.
Barry Bernstein sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri mjög bjartsýnn á að stálpípuverksmiðjan yrði reist í Helguvík. „Framkvæmdir ganga vel hér og ég verð að segja að Íslenskir Aðalverktakar hafa unnið mjög gott starf hérna á svæðinu,“ sagði Bernstein. Aðspurður um aðkomu íslenskra banka að fjármögnun verkefnisins sagðist hann vilja fá þá að verkefninu. „Við höfum átt árangursríka fundi með íslenskum bankamönnum og við viljum sjá íslenska banka taka þátt í fjármögnun verksmiðjunnar. Við erum einnig í samstarfi við banka í Evrópu og þeir vilja einnig sjá íslenska banka koma að verkefninu.“
Bernstein segir að samstarfið við Reykjanesbæ hafi verið með eindæmum gott. „Við höfum átt mjög gott samstarf við bæjaryfirvöld sem hafa unnið vel að þessu verkefni. Til samanburðar yrði mun erfiðara að eiga við stjórnvöld í Bandaríkjunum varðandi byggingu á slíkri verksmiðju,“ sagði Barry Bernstein en hann fór af landi brott í gær.
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagðist ánægður að heyra að íslenskir bankar kæmu til greina sem fjármögnunaraðilar verkefnisins. „Viðskiptaáætlun fyrirtækisins gefur tilefni til að íslenskum bönkum þyki það fýsilegur kostur að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Það er einnig mjög ánægjulegt að íslenskt bankaumhverfi geti tekið þátt í slíkum verkefnum, en fyrir ári síðan hefði það verið óhugsandi vegna vaxtakjara.“
Árni segist vera hóflega bjartsýnn á að verksmiðjan rísi í Helguvík. „Ég hef alltaf verið hóflega bjartsýnn og held því áfram. Ég fagna ekki fyrr en búið er að skrifa undir,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.
VF-ljósmynd/JKK: Barry Bernstein aðaleigandi International Pipe and Tube skoðar aðstæður í Helguvík í gær ásamt fleirum.
Barry Bernstein sagði í samtali við Víkurfréttir að hann væri mjög bjartsýnn á að stálpípuverksmiðjan yrði reist í Helguvík. „Framkvæmdir ganga vel hér og ég verð að segja að Íslenskir Aðalverktakar hafa unnið mjög gott starf hérna á svæðinu,“ sagði Bernstein. Aðspurður um aðkomu íslenskra banka að fjármögnun verkefnisins sagðist hann vilja fá þá að verkefninu. „Við höfum átt árangursríka fundi með íslenskum bankamönnum og við viljum sjá íslenska banka taka þátt í fjármögnun verksmiðjunnar. Við erum einnig í samstarfi við banka í Evrópu og þeir vilja einnig sjá íslenska banka koma að verkefninu.“
Bernstein segir að samstarfið við Reykjanesbæ hafi verið með eindæmum gott. „Við höfum átt mjög gott samstarf við bæjaryfirvöld sem hafa unnið vel að þessu verkefni. Til samanburðar yrði mun erfiðara að eiga við stjórnvöld í Bandaríkjunum varðandi byggingu á slíkri verksmiðju,“ sagði Barry Bernstein en hann fór af landi brott í gær.
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagðist ánægður að heyra að íslenskir bankar kæmu til greina sem fjármögnunaraðilar verkefnisins. „Viðskiptaáætlun fyrirtækisins gefur tilefni til að íslenskum bönkum þyki það fýsilegur kostur að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Það er einnig mjög ánægjulegt að íslenskt bankaumhverfi geti tekið þátt í slíkum verkefnum, en fyrir ári síðan hefði það verið óhugsandi vegna vaxtakjara.“
Árni segist vera hóflega bjartsýnn á að verksmiðjan rísi í Helguvík. „Ég hef alltaf verið hóflega bjartsýnn og held því áfram. Ég fagna ekki fyrr en búið er að skrifa undir,“ sagði Árni í samtali við Víkurfréttir.
VF-ljósmynd/JKK: Barry Bernstein aðaleigandi International Pipe and Tube skoðar aðstæður í Helguvík í gær ásamt fleirum.