Stálgrind Kölku komin
Starfsmenn Héðins unnu að því fyrir helgi að flokka niður mikið járnavirki á lóð Sorpeyðingarstöðvarinnar Kölku í Helguvík. Stálgrind hússins er á við tæknikubba frá Legó, svo vitnað sé í einn starfsmanninn á svæðinu. Það var þeirra verk að gera einingarnar sem aðgengilegastar fyrir þá sem síðan koma til mað að reisa húsið sjálft. Steypuvinnu er nær lokið en nýja sorpeyðingarstöðin á að vera tilbúin á síðasta degi þessa árs.Það eru ýmsir verktakar sem koma að byggingu og búnaði þessarar 12.000 tonna sorpeyðingarstöðvar. Þannig sér BS Engineering í Belgíu um hönnun búnaðar, Húsanes sá um Steypuvirki, Límtré hf um stálgrindarhúsið, Elrún sér um raflagir, jarðvinna er í höndum ÍAV og hönnun steypuvirkis og eftirlit er í höndum Verkfræðistofunnar Burður ehf.