Mánudagur 25. september 2000 kl. 10:45
Stal varadekki
Brotist var inní bifreið við Bílasölu Reykjaness sl. fimmtudag. Tvær hliðarrúður voru brotnar og varadekki stolið úr farangursrými bifreiðarinnar. Ekki er vitað hver var að verki en Lögreglan í Keflavík rannsakar nú málið.